Nú lýst mér á ykkur!

Loksins erum við að sjá einhverjar alvöru aðgerðir til að sporna við þessu skuggalegu hruni krónunar. Grin

Fyrst rússapeningurinn svo gengi krónunar fest. Það var tími til kominn að Geir og Solla áhváðu að opna augun og sjá raunveruleikann eins og hann er.

Jújú Geir minn, það er kreppa!!Wink


mbl.is Gengi krónu fest tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa ekkert með hann að gera...

...miðað við Rooney, Defoe Crouch hafa verið nokkuð heitir uppá síðkastið.

Þó er þetta mjög góður leikmaður og getur hann svosem vermt bekkin hjá þeim.


mbl.is Owen getur vel komist í enska landsliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð upphæð fyrir meiðsli...

Silvestre verður alltaf í hávegum hafður hjá mér og eflaust öllum Manchester aðdáendum. En gat ekki annað en brosað útí annað þegar kom í ljós að Arsenal hafði fest kaup á þessum ágætis varnarmanni. Eftir að hafa verið annað hvort meiddur eða á bekkunum hjá United fer hann til lið þar sem hann verður notaður á bekknum eða sem tilraunadýr á læknastofum í London.

Flott að hann geti þó farið til Frönsku herdeildarinnar og óska ég honum alls besta í London.


mbl.is Silvestre lék sinn fyrsta leik með Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti bara verið góðs viti...

...að leyfa þeim að spreyta sig á að reka bankana. Það hefur allavega komið í ljós að okkar "ný-ríku" menn höndluðu það ekki.

Þó ég sé mikið á móti Geir og félögum þá verður að segjast að þetta "inngrip" hjá þeim hljómar betur en ekki neitt.

Þó er ekki hægt að segja að hinar fyrirbyggjandi aðgerðir hafa "floppað" því þær voru engar.


mbl.is FME stýrir Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri nú einhvað!

Ef fólk fer að flykkjast á klakan til að versla!

Þá er lomin kreppa !!!


mbl.is Til Íslands í innkaupaferðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herseta skilyrði?

Nenei segi bara svona.

Ætli við verðum að taka upp að kenna rússnensku í skólaþá?


mbl.is Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju að standa saman? Það er aldrei hlustað...

...á fólkið í landinu. Það er dálítið fyndið að lesa þetta ávarp hjá honum. Það er ekki talað neina ábyrgð á málum hérna í landinu.

Auðvitað gerum við okkur grein fyri að bróðurparturinn af þjóðinni hefur eitt langt framm fyrir afborgunargetu og það er auðvitað staðreynd að efnahagur hefur verið í það miklum blómstra að skellurinn kemur mjög þungt á okkur.

Það er nú einu sinni svoleiðis að það sem fer upp kemr aftur niður, og því hærra, því harðara verður lendingin. 

Aftur á móti hljóta menn innan stjórnarinnar séð aðeins fyrir þessu, ef ekki, þá er ekki mikið á milli eyrnana á þeim.

Eina sem ég fer fram á sem íslendingur er það að, Stjórnin hætti að ljúga og vera með þetta endalausa leynimakk. Ég held að þjóðin eigi það skilið.

Er það ekki ??


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu að snúa sér að alvöru málum!

Mér finnst alveg magnað hvað stjórnmálamenn þurfa alltaf að leita uppi skít á mann og annan til að fleyta sér fram í kosningabaráttunni.

Þó ég sé nú ekki stuðningmaður McCain þá vil ég ekki sjá svona "papparazzi" njósnir um andstæðinginn eins og McCain hefur  lagt uppúr.

Barrak Obama hefur það mikið í kollinum að hann ætti ekki að þurfa þess...


mbl.is Verstu mistök McCains rifjuð upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara frábært... Hundar-Besti vinur mannsins??

Maður þarf að vera mjög hugaður eða mjög heimskur til að henda sér svona útí "djúpu laugina" til að bjarga hundinum sínum.

Sjálfur á ég nú einn og er það nú einn besti vinur minn. Þó ótrúlegt sé þá held ég að hann myndi nú gera þetta fyrir mig en því miður verð ég að segja að ég þyrfti að hugsa mig tvisvar um þegar kæmi að því að bjarga greyinu úr kjafti hákarls...

Ég verð að gefa þessum manni "two thumbs up" fyrir það á láta af því verða að henda sér útí.


mbl.is Kýldi hákarl kaldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo selja þeir sjálfum sér þjóðarbúið!!

Er það ekki það sem er um að vera? Þeir kaupa upp alla bankana í kreppunni, þar að segja þjóðnýta þá. Svo þegar fer að rétta úr kútnum þá "sjálfnýta" þeir sér þá. Það er það eina sem sjálfstæðisflokkurinn og undirlægjur þeirra hafa gert í gegnum árin. Redda vinum og vandamönnum og koma þeim inn í þægilegar og góðar stöður. Það er kannski ekki besta staðan í dag að vera í ríkistjórninni en hvað skiptir það máli fyrir svona hjartlausa menn???

Mér finnst að það er dálítill XD fnykur af þessu banka stússi og þetta sé einungis svo þeir geti tekið restina af peningum og stungið þeim í eigin eða vinar vasa!


mbl.is Víðtækar heimildir til inngripa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ólafur Árni Torfason

Höfundur

Ólafur Árni Torfason
Ólafur Árni Torfason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Spurt er

Viltu nýja Seðlabankastjórn?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband